Í dag lenti ég í erfiðri lífsreynslu þegar ég varð rosalega pirraður út í pappakassa. Ingjaldur, eins og ég kýs að kalla kassann og vitna þannig í forna skruddu þar sem Ingjaldsfíflinu er líst svo guðdómlega, vildi ekki fara á sinn stað sama hvað ég reyndi. Eftir að hafa argað á Ingjald og sparkað í hann í pirringi mínum fór ég fram og fékk mér kaffibolla og las yfir geðorðin 10.
- Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
- Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
- Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
- Lærðu af mistökum þínum.
- Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
- Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
- Reyndu að skilja og hverja aðra í kringum þig.
- Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.
- Finndu og ræktaðu hæfileika þína.
- Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.
Eftir að hafa rætt við Ingjald og reynt að útskýra fyrir honum að hann yrði að fara á sinn stað þá reyndi ég aftur. Auðvitað þurfti hann að streitast á móti svo eftir að hafa kallað hann öllum illum nöfnum og lesið aftur yfir geðorðin 10 tókst mér að þröngva Ingjaldi á sinn stað með látum.
Það er stórmerkilegt hve pappakassi getur haft djúp áhrif á líf manns.
Góðar stundir
Athugasemdir
Já pappakassin Ingjaldur líkur sækir líkan heim
. Gaman að lesa þessar færslu hjá þér félagi. Og gott að þú skulir lesa geðræktina þér veitir ekki af
. Og gangi þér vel að rækta garðinn þinn.
kv Ægir
Ægir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.