Er tilgangur lífsins að myndast illa?

Ég og myndavélar, hvað er málið?  Það er eiginlega alveg undravert hve illa ég myndast alltaf.  Ég er næstum því viss um að ég gæti komist í Heimsmetabók Guinness fyrir versta og heimskulegasta útlit sem fest hefur verið á filmu.  Við sem berjumst saman í amstri dagsins lentum í þriðja sæti í “Hjólað í vinnuna” og við það tilefni þá var tekin mynd af okkur.  Stækkið myndina með því að ýta á hana, og svo aftur, og sjáið mig standa álkulegan þarna lengst til vinstri.  Hvernig í veröldinni er hægt að myndast svona hálfvitalega??

sps_900


Það er runnið upp fyrir mér að draumur minn um að taka þátt í Americas next topmodel er kominn á vit feðra sinna.  Grin

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég veit ekki hvernig þetta er hægt, hrikalegt að sjá þetta. Sko eiginlega er þetta samt bara voða fín mynd af þér í höfundadálknum, finnst þú eigir bara að hafa hana og þegar einhver þarf að mynda þig þá bara sendirðu honum þessa.

Annars kannast ég afskaplega vel við þetta vandamál þitt og hef marg oft íhugað  málssóknir á hendur ljósmyndurum og þá skiptir ekki máli hvort það er nánasta fjöldyldumeðlimur eða prótúserant ljósmyndari. 

Þetta er eiginlega aðal ástæða þess að ég vill ekki giftast konunni minni, því ég gæti aldrei horft á giftingarmyndirnar hangandi upp um alla veggi hjá skyldmennum. 

S. Lúther Gestsson, 31.5.2008 kl. 02:48

2 identicon

Mikið er gott að heyra að maður á sér þjáningabræður þarna úti.  Ég sem hélt að ég væri einn míns liðs. 

Daníel (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:00

3 identicon

Lengst til vinstri segirðu.........ert þú semsagt Sparisjóðsstjórinn??

Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband