Er tilgangur lífsins að hleypa enska boltanum í frí?

Það er sannkallaður sorgardagur í dag á heimilinu, alla veganna hjá mér og Mósesi, ég veit að Jónu er nokk sama.  Þannig er að enski boltinn er kominn í frí þangað til í ágúst og til að bæta gráu ofan á svart þá varð Man. Utd. enskur meistari.  Það hefði verið snöggt um skárra að sjá Chel$ea verða meistara en vonandi taka þeir Man. Utd. í Meistaradeildinni svo þeir vinni ekki tvöfalt.  Púllarar enduðu á góðum nótunum með því vinna Tottenham 2-0 en nú er að baki enn eitt tímabilið sem ég sem púllari segi:  “Við tökum þetta bara á næsta tímabili!!”  Það er smá ljós í myrkrinu því maður getur hlakkað til að horfa á EM í sumar.  Wink

En að öðru, ég og Jóna, aðallega Jóna, héldum smá kaffiboð í dag í tilefni 29 ára og 12 mánaða afmælis míns sem var um daginn.  Það var bara vel heppnað og ég gerði sko mitt í undirbúningnum, þ.e.a.s. ég þvældist ekki fyrir.  Í kvöld kíkkuðu svo Danni frændi á mig með Önnu spúsu sinni og tókum við í Partý og co. 2 þar sem við Jóna rúlluðum yfir þau skötuhjú. 

Framundan er mynd með Richard Gere sem Jóna valdi og ég hef akkúrat enga trú á að geti verið skemmtileg, maður sér það bara á hulstrinu!!  Jóna hefur ekki átt gott mót undanfarið þegar komið er að vali video mynda og það er greinilega engin breyting á því í kvöld.  Grin  Ég er því farinn að flakka um netheima næstu tvo tímana eða svo.  Tounge

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband