Er tilgangur lífsins að vera veikur?

Ég er veikur og að því tilefni fagnaði ég alþjóðlega meðvitundarlausa deginum í gær með því að liggja heima í móki.  Reyndar hefur dagurinn í dag verið með svipuðu móti, mók, hósta, mók, snýta mér, mók, snýta mér… held að ég sé á góðri leið með að fylla heilt baðkar af hori. Sick

Ég met þetta ástand mjög alvarlegt því ég hef ekki getað kveikt á tölvunni nema á kvöldin, hef hreinlega ekki haft orku í það.

Það er reyndar ljós punktur við þetta eins og allt annað.  Ég er búinn að hósta það mikið að ég er kominn með strengi í magann sem segir mér að þegar ég kemst aftur út í dagsljósið verður maginn á mér massaður í drasl.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband