Mér finnst þetta svo furðulegt, ég er alltaf stoppaður í tollinum þegar ég er að koma til landsins. Við Jóna vorum stoppuð á sunnudaginn á leið frá danaveldi, um leið og gæslan rak augun í mig þá var það ekki spurning að ég skildi vera skoðaður. Töskunum var rennt í gegnumlýsingu og fengu þær svo nett sniff frá hasshundi sem var þarna að störfum. Ég bjó í DK í tvö ár og þegar ég var að koma heim þá var ég alltaf látinn henda töskunum mínum í gegnumlýsingu og svo tekinn í yfirheyrslu.
Ég skil ekki af hverju ég lendi alltaf í því að vera stöðvaður. Er ég með eitthvað eiturlyfja-smyglara-lúkk?? Er maður grunsamlegri en aðrir vegna hversu fallega hjólbeinóttur ég er? Eða er það rauðhærða... ég meina kastaníubrúnhærða lúkkið sem er að valda þessu?
Ég ætla að láta rannsaka þetta... hringi í Kára Stefáns... du.. du.. du.. du.. það er á tali!
Ég skellti mér í gær niður bensó og fór þar í rútó sem keyrði Ísó þar sem ég er að keppa í blakó á öldungamótó.. er loksins orðinn löglegur svo það þarf ekkert að spá í einhverju kennitölufalsi hahahaha... Sjáumst í næstu viku.
Góðar stundir
Ég skil ekki af hverju ég lendi alltaf í því að vera stöðvaður. Er ég með eitthvað eiturlyfja-smyglara-lúkk?? Er maður grunsamlegri en aðrir vegna hversu fallega hjólbeinóttur ég er? Eða er það rauðhærða... ég meina kastaníubrúnhærða lúkkið sem er að valda þessu?
Ég ætla að láta rannsaka þetta... hringi í Kára Stefáns... du.. du.. du.. du.. það er á tali!
Ég skellti mér í gær niður bensó og fór þar í rútó sem keyrði Ísó þar sem ég er að keppa í blakó á öldungamótó.. er loksins orðinn löglegur svo það þarf ekkert að spá í einhverju kennitölufalsi hahahaha... Sjáumst í næstu viku.
Góðar stundir
Athugasemdir
Ég hef aldrei séð jafn hamingjusamt andlit eins og þegar ég sá í þitt eiturlyfjasmyglaralega andlit inni í rútunni á leiðinni á öldungamótið í blaki. Ég er farin að halda að tilgangur lífsins sé að fara á öldungamótið í blaki Góóóóóða skemmtun
Rakel frænka (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:30
hahahahaha.... ég er líka búinn að bíða með mitt eiturlyfjasmyglara andlit eftir þessari stundu síðan í október árið 1999
Það var alveg geggjað gaman og það er byrjað að leggja drög að næstu bloggfærslu þar sem farið verður yfir þessa ferð.
Daníel (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.