Er tilgangur lífsins að stríða?

Ég er ekki þekktur fyrir stríðni... ehhh.... eða... uuuuuhhhh... já...  Whistling  ...best að byrja þetta blogg á einhvern annan hátt.  Við getum sagt að ég hafi fengið að bragða mitt eigið meðal í dag, ég á það til að vera hrekkjóttur en í dag var ég hrekkjaður.  Ástæðan fyrir því að ég er hrekkjaður er sú að afmæli mitt nálgast óðfluga, en á mánudaginn verð ég 29 ára og 12 mánaða, og svo virðist sem vinnufélagar mínir hafi náð sér aðeins niður á mér.  Cool
Í Tunnunni (siglfirskur auglýsingamiðill) sem var borin heim til mín var stóð eftir eftirfarandi:

Ágætu bæjarbúar

Þegar fjölgunar er von í fjölskyldunni þarf að færa fórnir. Því hef ég ákveðið að bjóða bílinn minn rauða í skiptum fyrir hentugan barnavagn og aðra aukahluti, s.s. vöggu, rúmteppi og ábreiður. Barnavagninn má þarfnast lagfæringar þar sem ég á laghentan tengdaföður.

Ef þú á háaloftinu átt slíkar gersemar og hefur áhuga á rauðum Subaru Impreza í skiptum, endilega sláðu á mig í síma 849-1911. Ekki taka nærri þér kynninguna á talhólfinu, hún er ekki lýsandi fyrir verðandi föður.

Daníel Pétur Daníelsson
verðandi ábyrgur faðir

Ég bilaðist úr hlátri þegar ég las þetta í hádeginu, það er ótrúlegt hvað sumum dettur í hug!!  Ég komst svo reyndar að því seinna að þetta var aðeins sett inn í 30 Tunnur sem voru bornar úr í nokkur ákveðin hús.  Eftir hádegi hringdi gemsinn, ég þekkti ekki númerið og einhver kona kynnti sig.  Hún sagðist hafa séð auglýsinguna frá mér og sagðist eiga helling af barnadóti sem hún væri tilbúin til að skipta á.  “Er bíllinn hérna á höfuðborgarsvæðinu?” spurði hún.  Ég náði að halda hlátrinum að mestu niðri þegar ég spurði hana hvar hún hefði eiginlega séð þessa auglýsingu.  Þá komst ég að því að álfarnir höfðu sett þessa sömu skemmtilegu auglýsingu inn á barnalandið, nákvæmlega hér:

http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=9398003&advtype=5&page=1

Stuttu seinna hringdi svo maður með það sama í huga, ég vona nú samt að ég fái ekki fleiri símtöl varðandi þetta.  En hrekkurinn er gjörsamlega að hitta í mark, ókunnugt fólk er að hringja í mig, kunningjar að stríða mér.  Ég fékk t.d. símhringingu frá einum sem bauð mér Silvercross vagninn sinn en hann spurði svo hvað ég ætlaði að borga á milli.  Grin  

Já, ég hef svo sannarlega fengið að kenna á því að vera hrekkjóttur!!  Smile

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.