Er tilgangur lífsins að láta taka sig í bossann?

“Æ fíl væoleited” segir í einhverri bíómyndinni og það get ég sko sagt í dag. Pinch

Ég sá ljóta kröfu í heimabankanum mínum í dag og við hana stóð “Sektarboð”.  Ég kom alveg af fjöllum eins og Eyvindur og Halla forðum daga, svo ég fór á stúfana og kannaði málið.  Bjallaði í Sýslu á hér á Sigló sem sagði mér að kom ljóta krafan kom frá Sýsla á Snæfellsnesi, svo ég bjallaði þangað.  Og viti menn... það náðist mynd af mér skælbrosandi á leiðinni frá Reykjavík á nýja bílnum mínum og ég fór 1 km/h of hratt... aðeins 1!!!!  Ég hef aldrei keyrt eins löglega fram og til baka til Reykjavíkur og ég var tekinn, eins og áður hefur komið fram, 1 yfir hámarkshraða.  Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar daman í símanum tilkynnti mér þetta, bara nokkuð glöð í bragði.  Það þýddi ekkert fyrir mig að væla, þessi sekt skal standa.  Police

Mér finnst þetta svolítið skítt en það er eiginlega ekki hægt annað en að hlæja af þessu... 1 km. hraða yfir.  Mér finnst samt eins og ég hafi verið tekinn í bossann, og það með rifjárni.  Blush

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér er nú ekki hlátur í hug þegar ég heyri svona. Verður hugsað til allra brotanna sem maður sér í umferðinni, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem eru margfalt, margfalt alvarlegri en að keyra 1 km yfir hámarkshraða.

En tékkaðu á einu...  var ekki verið að lækka "mælingarskekkjuna" í fyrra úr 10 km í 5 km? Samkvæmt því ætti ekki að vera hægt að sekta þig ef þú ert innan við 5 km yfir hámarkshraða.

Þannig skil ég þetta að minnsta kosti.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 22:57

2 identicon

Takk fyrir að koma við í kaffi ökuníðingurinn þinn

 heimaliggjandi kellingin

Dóra (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 23:06

3 identicon

Ég var 1 km. yfir þessum blessuðu skekkjumörkum... bara bömmer

En annað hvort brýtur maður lögin eða ekki... ég verð víst að játa mig sekann hvað þetta varðar.

Dóra... er hægt að fá kaffi á bensínstöðinni??? 

Góðar stundir

Daníel (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:28

4 identicon

Jáff.....eða sko ef þú vilt ætt kaffi hérna á Borgarbrautinni þá þarftu reyyyyndar að hella upp á sjálfur ef minn heittelskaði er ekki heima hehe

Dóra (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.