Er tilgangur lífsins að vera tveggja þjónn?

Síðasta sýningin á Tveggja þjóni var í gær, ég er ekki frá því að tilfinningarnar hvað það varðar séu svolítið blendnar.  Við keyrðum alla leið á Ólafsfjörð, ég segi alla leið því við þurftum að fara lengri leiðina, og settum upp þessa síðustu sýningu þar, nánar tiltekið í Tjarnarborg.  Flestir í hópnum voru frekar þreyttir fyrir brottförina enda frekar langur tími liðinn síðan við sýndum og það er alltaf frekar erfitt að rífa sig upp til að sýna eftir svona hlé.  Þótt fyrstu sporin hafi verið erfið í rútuna þá var þetta frábær ferð og hópurinn kominn í stuð áður maður vissi af, enda er alltaf gaman þar sem slatti af vitleysingum kemur saman. Grin

Reyna átti að klekkja á aðalleikaranum þar sem hann var einn á sviðinu að búa sig undir að opna tvær kistur og taka upp úr þeim jakka og möppur.  Fyrir þá sem ekki vita þá er aðalleikarinn ég.  Jakkarnir og pappírarnir voru á sínum stað í kistunum en í aðra kistuna höfðu dömurnar í leikhópnum plantað brjóstahöldurum sínum.  Góð tilraun krakkar en hún hafði engin áhrif.  Eldibrandur, persónan sem ég leik, er nett klikkaður og tók hann einn haldarann upp úr kistunni, setti hann á andlitið á sér og þóttist vera Mæja býfluga og flögraði um sviðið við mikinn hlátur Ólafsfirðinga.  Leikfélagarnir höfðu samt ennþá meira gaman af þessu... litlu kvikindin... nóta til ykkar fyrir að flissa bakvið. Devil

En eins og ég sagði fyrr þá eru það blendnar tilfinningar að þessu sé lokið.  Það er gott að þurfa ekki að rifja upp textann og sýna þegar byrjað er að líða langt á milli sýninga.  Á móti kemur að maður saknar leikhópsins sem er orðinn manns önnur fjölskylda og svo er að að sjálfsögðu kikkið... kikkið sem maður fær við að standa upp á sviði fyrir framan fullt af fólki og láta það veltast um af hlátri.  Það jafnast fátt á við það.  En það þýðir víst ekki að dvelja í fortíðinni, það kemur annað verk eftir þetta og maður býður spenntur eftir því.

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.