Ég sá stutta mynd af fæðingu í gær
þessi mynd fær Freddie Kruger, Chucky, Hellraiser og Exorsist líta út eins og Dora the explorer sem má sjá í barnatímanum hjá Sveppa á laugardagsmorgnum. Ég veit ekki hvort ég nái einhvern tíman að jafna mig á þessu, en ég leið þó ekki útaf. Með harðfylgi tókst mér að horfa á myndina milli puttana á mér en ég var með hendurnar fyrir andlitinu mest allan tíman. Það er spurning hvað gerist þegar maður verður viðstaddur í alvörunni, væri klókt að ráða kameru mann til að filma herlegheitin skildi maður sjá svart. Það sem mér fannst einna skrítnast var að horfa á þessa fæðingarmynd sem karlmaður, var að fá verki í klofið.
Ég sá það á klæðaburði og öðru að þessi mynd var ekki mjög nýleg. Meðal annars var daman eins og órangúti að neðan, það hefur örugglega ekki verið búið að finna upp rakvélar er þessi mynd var fest á filmu.
En nú er maður búinn að sjá seinni hlutann af ferli sem tengist fæðingu ungbarns og ég er reiðubúinn til þess að sjá myndir af fyrri hlutanum, þ.e.a.s. getnaðinum. Reikna ekki með að líða útaf þá.
Góðar stundir
Flokkur: Bloggar | 7.4.2008 | 21:58 (breytt kl. 21:59) | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með mömmu þína .....ok þú horfir á myndbönd um fæðingar en.......Dora the explorer....why?!
Rakel frænka (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:41
Já.. sko... Dora the explorer var fyrsta teiknimyndin sem kom upp í hugann... líklega vegna þess að ég þoli ekki þá teiknimynd... þrátt fyrir að hún sér eflaust mjög fræðandi fyrir börnin
Freddy og Chucky og hinir brjálæðingarnir líta bara út eins og barnaefni miðað við þessa fæðingarmynd
Daníel (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:46
Hvað segirðu hvenær færðu að vera viðstaddur í alvörunni? Er ekki farið að styttast í það?? hmmmmm
kveðja úr Borgarnesinu
ps. ekki vissi ég að Bensó (aka Borgarnes) væri flutt á Siglufjörð!!!!?!?!?
Dóra (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:20
Það er styttra en þig grunar... í kringum 20 september
Daníel (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:12
Veistu hvað vinur, ég skil þig mjög vel. Ég er sjálf búin að fæða 5 börn og það ER erfitt og vægast sagt hrikalega sársaukafullt. Eini kosturinn er að maður veit að þetta er bráðum búið og jú þetta eru jákvæðar kvalir. Síðan urðu börnin stór og bjuggu til börn. Ég hef verið viðstödd 3 fæðingar barnabarna minna og mér fannst það erfiðara en að fæða sjálf. Phúhhhhhhhh ef ég hefði vitað hvað það er erfitt að vera viðstaddur hefði ég ekki farið frammá að hafa manninn hjá mér. Ég tek ofan fyrir öllum barnsfeðrum sem eru viðstaddir barnsfæðingar! Gangi ykkur vel ;)
anna (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:13
Til HAMINGJU elsku Danni minn! Ég á afmæli 29. september og er alveg til í að fá börn í afmælisgjöf!!
Þetta er baaaara yndislegt!! Gangi ykkur rosalega vel!
Dóra
Dóra (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:53
Já þakka þér fyrir Ég skal reyna að díla við krakkann
Daníel (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.