Er tilgangur lífsins að leika?

Já fínt, já sæll… hvernig væri það að blogga eitthvað!!!

Ég hef verið heima hjá mér rétt yfir blánóttina síðustu tvær vikur og sé ég ekki fyrir endann á því ástandi fyrr en í lok næsta mánaðar.  Áhugamálin hafa riðið í fylkingum um héröð og frítími síðustu tveggja vikna er sá tími sem ég hef eytt á dollunni við hægðarlosun.  L.S. er komið á fullt skrið en fyrir þá sem ekki vita fyrir hvað L.S. stendur fyrir, á er það Leikfélag Siglufjarðar.  Við höfum fengið snilldar leikstjóra í lið með okkur, hann Elvar Loga Hannesson, og ætlum við að frumsýna verkið “Tveggja þjónn” eftir Carlo Goldoni þann 22. febrúar nk.  Fyrir utan að leikstýra þá er Logi einnig þekktur fyrir einleiki, eins og t.d. Gísla Súrsson, Dimmalimm og fleiri.  Logi, eins og hann er jafnan kallaður, er bróðir svila míns og er hann annar stofnenda Kómedíuleikhúsins sem er fyrsta atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum en það var stofnað árið 1997.  Nánar hér:  www.komedia.is

Tveggja þjónn er farsi af dýrari gerðinni og fékk ég það frábæra og skemmtilega hlutverk að leika þjóninn Eldibrand, eða Arlechino á frummálinu.  Hann er algjör trúður, ærslabelgur sem er stanslaust á hreyfingu og veður ekki í vitinu svo maður þarf kannski ekki að leika neitt svakalega mikið hvað það varðar.  Þetta tekur það á að maður kemur sveittur heim af hverri æfingu.  Ekki ómerkari leikari en Arnar Jónsson steig sín fyrstu skref í þessu hlutverki 1960 og eitthvað en það var áður en hann byrjaði að hljóma svona djúpur og alvarlegur eins og hann gerir í dag.

En er tilgangur lífsins að vera leikari.  Ég vildi að ég hefði uppgötvað það miklu fyrr hvað það er svakalega gaman og gefandi að leika.  Þá hefði maður kannski drifið sig og lært þetta og orðið atvinnulaus leikari J  Það er reyndar staðreynd, að það er aldrei of seint að skella sér í skóla og læra.

Þangað til næst…

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vísurnar eru snild!!

ekkert svar komið ???? 

Katrín (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 03:48

2 identicon

Ég er hálfnaður með svarið !! 

Daníel (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband