Halló halló... nei, ég var ekki aflífaður eftir síðustu færslu. Síðustu tvær vikur hafa verið hálfgerð klikkun og varla gefist tími til að borða, hvað þá að blogga. Maður hefur verið á fullu frá átta á morgnanna til klukkan ellefu á kvöldin. Skipulagning blakmóts, þorrablóts, kór fundar er það sem hefur átt tíma minn, ásamt þessu hefðbundna, og svo er leikfélagið einnig komið á fullt, nánar af því síðar.
En svo maður vindi sér í blogg sem tengist þessari fyrirsögn. Er leið mín lá í fyrsta blak tíma ársins 2008 þá tók ég auðvitað í höndina á Sundlaugi vini mínum, óskaði honum gleðilegs árs og í djóki spurði ég hvort ég ætti að kyssa hann. Eftir blakið beið mín vísa í geymsluhólfinu mínu og hljómar hún svona:
Munu augun mildast hörð,
magnast trúar vissa,
ef að ljúfan laugarvörð,
langar þig að kyssa.
Ég er nú ekki mikill hagyrðingur í mér, hef reyndar aldrei fengist við svoleiðis, en ég ákvað að athuga hvort ég gæti ekki svarað honum. Eftir miklar pælingar kom ég þessu niður á blað:
Verndari syndara, vel má sjá,
þér veitir ekki´ af kossi.
En mínar varir muntu´ ei fá,
því mæli ég með hrossi.
Ég var bara nokkuð góður með mig eftir þessa vísu. Svo kom annar blaktími, Sundlaugur fékk vísu og að blak tíma loknum var svar komið í hólfið mitt.
Líklega þér líður best,
þá loga kenndir duldar,
þó komi þér til, að kyssa hest,
þú koss mér ennþá skuldar.
Nú er ekki annað fyrir mig en að setja höfuðið í bleyti og koma með gott svar
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.