Vá.. þvílík frétt!!! Skoteldur sprakk fyrir tímann og enginn meiddist... ég endurtek... VAAÁÁÁÁ.. ÞVÍLÍK FRÉTT!!! Pulitzer-verðlaunin eru í augsýn fyrir þennan ágæta fréttamann sem stendur fyrir þessari frétt.
Ég vona að Mbl.is komi ekki með fleiri svona fréttir því ég var gjörsamlega að fara á taugum við lesturinn á þessari... "frétt"!!
Góðar stundir
Óhapp við þrettándabrennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk virðist almennt ekki þekkja reglurnar varðandi meðhöndun skotelda. Það er BANNAÐ að hafa skothelda við brennur. Eina undantekningin eru viðurkenndir aðilar s.s. Hjálparsveit Skáta og aðrir ábyrgir aðilar. Þeir skjóta þessu ekki upp innan úr mannþrönginni.
Hvenær ætlar fólk að skilja þetta, þegar fólk hefur limest eða jafnvel látist?
Hafsteinn Elvar Jakobsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:23
Er tilgangur lífsins að nöldra yfir engu?
Er tilgangur lífsins að nöldra yfir engu? (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:24
Samkvæmt
Reglugerð um skotelda19.12.2003
I. KAFLI
Gildissvið
7. gr.
Við brennu og í næsta nágrenni við hana er öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftir tendrun bönnuð. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys.
Hafsteinn Elvar Jakobsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:29
Það getur ýmislegt farið úrskeiðis eins og sannaðist í þessu tilviki. Þess vegna er ég ánægður með þessa frétt sem minnir okkur á að fara að fugeldunum með aðgát.
Og nafni! .....halt þú þig bara í þinni holu
Dannip (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:35
Rétt Daníel, það er bara frétt ef einhver deyr eða örkumlast, ekki satt??
... og ef þetta var engin frétt, hvað er þá þá hægt að segja um þessa ómerkilegu bloggfærslu þína?
Maggi (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:13
Veit ekki betur en það sé þitt val hvort þú lesir þessa frétt. Hvað þá blogga um hana líka.
Óskar (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:15
Talandi um að fá á baukinn....
Ég vil byrja á því að óska mér til hamingju fyrir að hafa afrekað það að valda pirring meðal nokkurra samlanda minna í netheimum.
Ég þakka fyrir góða hugmynd og fyrir að kommenta á þetta bull um ekki neitt, og þá meina ég færsluna. Næsta færsla mín mun pottþétt hafa fyrirsögnina "Er tilgangur lífsins að nöldra yfir engu?"
Þetta er vissulega góð áminning fyrir fólk um að fara varlega og fagna ég því að ekki fór illa í þessu tilfelli.
Góðar stundir
Daníel Pétur Daníelsson, 6.1.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.