Er tilgangur lífsins að halda gleðileg jól?

Við Móses brugðum okkur í göngutúr kl. 8:30 í morgun, er útidyrahurðin opnaðist blasti við stjörnubjartur himinn, stafalogn, hvít slikja yfir öllu, og hvert einasta snjókorn glitraði sem lítill demantur.  Já, jólin eru ekki nema einni smáköku frá því að ganga í garð en ilmur jólanna er þrátt fyrir það byrjaður að fylla salarkynnin.  Rekstrarleigubörnin, fyrir utan Grísalöppu… og þó… ráða sér vart fyrir spenningi vegna pakkaflóðsins sem hefur náð hámarki, sem og Móses en hann heldur að hann eigi alla pakkana.

En það eru ekki allir jafn heppnir og ég og mín fjölskylda.  Um 1.450 fjölskyldur sóttu um styrk hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir mat og gjöfum og einhverjir eiga þess ekki kost að vera með fjölskyldum sínum, enn aðrir eru að upplifa sín fyrstu jól án náins ástvinar sem farinn er í ferðalagið sem við öll eigum eftir að fara í.

Ég vil senda ykkur öllum, sérstaklega þeim sem eiga um sárt að binda, mínar bestu óskir um gleðileg jól og ég vona að friður jólanna veiti ykkur yl, birtu og góðar minningar.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband