Við sambýlingurinn lögðum af stað til Akureyris í gærmorgun, lítið var um nesti og nýir skór voru engir. Jólageisladiskaplötur voru þó meðferðis og voru þær spilaðar í bílnum á leiðinni svona til að reyna að koma jólaskapinu upp af núllinu. Er til Akureyris var komið var farið í Bónus, Hagkaup og Glerártorg... og þvílíkur kleppur!!!! Það var fólk allstaðar, annað hvert fólk siglfirskt og maður gat hvergi stoppað því maður var allsstaðar fyrir. Ég var alveg að höndla þessa geðveiki í Bónus og Glerártorgi en í Hagkaup var ég gjörsamlega að missa mig. Þessi búð fær algera falleinkunn hvað varðar skipulag og plássleysið er algjört. Ég var orðinn geðveikt pirraður á því að vera þarna inni og var ég byrjaður að velta því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég gerði þessi innkaup ekki bara á netinu, ég hefði alla veganna sparað mér heilmikinn pirring.
En viti menn, í allri þessar geðveiki, í þessu öngþveiti fólks í leit að hinni réttu jólagjöf, í bland við jólalög og bruna á Visakortinu, öðlaðist ég tilfinninguna á því að jólin eru að ganga í garð. Er heim var komið var ég kominn í jólaskap.
Ég ræð engum að gera jólainnkaupin á netinu, farið frekar út í geðveikina, gerist klepparar, verið pirruð, kaupið gjafir, fáið ykkur cappuchino og leyfið jólafiðringnum að smjúga inn sál ykkar og öðlist frið á endanum.
Góðar stundir
En viti menn, í allri þessar geðveiki, í þessu öngþveiti fólks í leit að hinni réttu jólagjöf, í bland við jólalög og bruna á Visakortinu, öðlaðist ég tilfinninguna á því að jólin eru að ganga í garð. Er heim var komið var ég kominn í jólaskap.
Ég ræð engum að gera jólainnkaupin á netinu, farið frekar út í geðveikina, gerist klepparar, verið pirruð, kaupið gjafir, fáið ykkur cappuchino og leyfið jólafiðringnum að smjúga inn sál ykkar og öðlist frið á endanum.
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.