Ég er ekki kominn í jólaskap og er ekki alveg par sáttur við það, það eru aðeins 11 dagar til jóla!!! Eiginlega bara 10 því þessi dagur er víst að kveldi kominn. Hvað er eiginlega í gangi með mig? Er það snjóleysið sem er að valda þessu? Kynferðislega kósý hóstapestin sem ég er ekki að ná að hrista af mér? Sú staðreynd að jóli gleymir alltaf að gefa mér í skóinn, sama hve góður ég er!
Kannski er það sú staðreynd að ég er ekki ennþá byrjaður að gera neitt að viti fyrir jólin, eins og t.d. að skrifa jólakort, skreyta, kaupa jólagjafir eða jafnvel hugsa um hvað ég ætti að kaupa í jólagjafir, svo fátt eitt sé nefnt. Sambýlingurinn er reyndar búin að skreyta aðeins, en henni finnst svo gaman að dúlla sér við eitthvað svona, ég ætti kannski að reyna að lyfta rassgatinu úr sófanum og byrja að skreyta eitthvað. Ég hef reyndar haft helling að gera undanfarið, þrátt fyrir gríðarlegt raddleysi er ég búinn að syngja með svila mínum við jólatréð sem og að koma fram á tónleikum sem hann hélt, ásamt því að syngja með Karlakórnum á aðventukvöldi í kirkjunni. Nóg af gorti, getur verið að ég sé bara ekki jólabarn?? Hversu ömurlegt er það, jólin eru tími gleði og friðar, góðs matar, gjafa, kossa og faðmlaga. Þetta er tíminn sem allir eru extra góðir við náungann en samt er ég ekki að detta í jólaskapið. Ég er meira að segja búinn að leita í smiðju National Lampoons og kallaði fram Chevy Case á hvíta skjánum í stór-jólasmellnum Christmas vacation en ekkert bólar á jólaskapinu.
Á laugardaginn er stefnan sett á Akureyris, sem á einhvern óskiljanlegum ástæðum er jafnan nefndur höfuðstaður Norðurlands, en þar á að strauja kreditkortið þangað til það bráðnar í höndum kassadömu sem er löngu búin að fá nett ógeð á öllu sem heitir jólagjafainnkaup, þá hlýt ég að komast í jólaskapið!!! Sé svo fram á þunglyndisdaga í febrúar þegar Visa reikningurinn kemur.
Ef þið, kæra fólk, eigið auka jólaskap þá megið þið alveg deila því með mér.
Góðar stundir
Kannski er það sú staðreynd að ég er ekki ennþá byrjaður að gera neitt að viti fyrir jólin, eins og t.d. að skrifa jólakort, skreyta, kaupa jólagjafir eða jafnvel hugsa um hvað ég ætti að kaupa í jólagjafir, svo fátt eitt sé nefnt. Sambýlingurinn er reyndar búin að skreyta aðeins, en henni finnst svo gaman að dúlla sér við eitthvað svona, ég ætti kannski að reyna að lyfta rassgatinu úr sófanum og byrja að skreyta eitthvað. Ég hef reyndar haft helling að gera undanfarið, þrátt fyrir gríðarlegt raddleysi er ég búinn að syngja með svila mínum við jólatréð sem og að koma fram á tónleikum sem hann hélt, ásamt því að syngja með Karlakórnum á aðventukvöldi í kirkjunni. Nóg af gorti, getur verið að ég sé bara ekki jólabarn?? Hversu ömurlegt er það, jólin eru tími gleði og friðar, góðs matar, gjafa, kossa og faðmlaga. Þetta er tíminn sem allir eru extra góðir við náungann en samt er ég ekki að detta í jólaskapið. Ég er meira að segja búinn að leita í smiðju National Lampoons og kallaði fram Chevy Case á hvíta skjánum í stór-jólasmellnum Christmas vacation en ekkert bólar á jólaskapinu.
Á laugardaginn er stefnan sett á Akureyris, sem á einhvern óskiljanlegum ástæðum er jafnan nefndur höfuðstaður Norðurlands, en þar á að strauja kreditkortið þangað til það bráðnar í höndum kassadömu sem er löngu búin að fá nett ógeð á öllu sem heitir jólagjafainnkaup, þá hlýt ég að komast í jólaskapið!!! Sé svo fram á þunglyndisdaga í febrúar þegar Visa reikningurinn kemur.
Ef þið, kæra fólk, eigið auka jólaskap þá megið þið alveg deila því með mér.
Góðar stundir
Flokkur: Bloggar | 13.12.2007 | 22:32 (breytt kl. 22:34) | Facebook
Athugasemdir
Þú ert alveg svakalega jákvæður eða þannig............
Ingibjörg (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:33
Já sæll, já fínt ! Maður dettur bara í hugarástand ljóss og friðar þegar maður les bloggið þitt, jólin hellast einfaldlega yfir mann. Þörf á að gera hina furðulegustu hluti eins og t.d. að baka, skrifa jólakort, skreyta, versla jólagjafir, pakka inn og gera eitthvert góðverk heltekur mig, ég er að hugsa um að hætta að vinna í hádeginu og fara heim að föndra. Þú ert svo jákvæður drengur en ég er fullkomlega á sama stað og þú í öllu jóla-skransinu. Þetta kemur allt saman, stemman kemur um helgina og viti menn, jólin koma ! Gerum bara gott úr þessu og höfum gaman :o)
kv Ella Maja
Ella Maja (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:54
Mundu eftir geisladiskinum handa mér....
Rakel Run (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:46
Já fínt, já sæll... jákvæðni er mitt millinafn eins og þið vitið!! Jólaskapið hlýtur að fara detta inn, trúi ekki öðru
Ó já kæra frænka... engin hætta á því að hann gleymist
Daníel (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.