Er tilgangur lífsins að fara í ljós?

Ég lagði upp í ferð í gær og fór í smá rannsóknarvinnu.  Leið mín lá í Sundhöll Siglufjarðar og var rannsóknarefnið rauðhærðir og ljósabekkir. 

Ég afklæddi súkkulaði hvíta kroppinn minn í búningsherberginu, setti örlitla sólarvörn á þá staði sem ég vissi að myndu snerta bekkinn, henti mér í stuttbuxnasundskýluna mína og tölti niður í ljósabekkjarýmið.
Eftir að hafa reynt ítrekað að kveikja á lampanum þá smeygði ég mér inn þar sem hinn bekkurinn er og kveikti á honum í fyrstu tilraun.  Aftur gerðist ég kviknakinn, hoppaði svo inn í bekkinn og tróð headsettinu á mig þar sem Reykjavík síðdegis ómaði svo skemmtilega en samt svo furðulega langt í burtu, því ekki var ómurinn mikill.  Svo lagðist ég og ekki byrjaði það vel, plastið var ískalt!!
Bekkurinn hitnaði þó tiltölulega fljótlega og áður en ég vissi af voru svitaperlurnar byrjaðar að myndast.  Það kom mér á óvart hve fáar svitaperlur spruttu fram en það er kannski ekki skrýtið þar sem ég lá í ljósabekknum í ca. 43 metrum á sekúndum því vifturnar voru gjörsamlega á yfirsnúning.  Þetta endaði samt vel, mér fannst ég nett sexy enda kominn með smá roða á fyrrum albínóa kroppinn minn eftir að hafa hér um bil sofnað í lampanum og skellti ég mér í því næst í ræktina og svo í blak.

Er ég vaknaði í morgun leit ég út eins og mennskt jarðarber!!  Ég held að ég hafi sannað það að rauðhærðir og ljósabekkir eiga ekki vel saman, ekki nema að sólarvörnin sem notuð er sé steypa!!  Ég hef nú þegar hafið ræktun á Aloa Vera plöntum með það í huga að ná bleiku slikjunni af mér.  Pinch

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha... frábær lýsing hjá þér.

Ég hefði nú getað varað þig við, hinn albinóahvíti frændi minn (Alli Filla) gerði svipaða tilraun, hann varð bleikur eftir einn tíma, dökk rauður eftir tvo í viðbót.... og svo varð hann bara hvítur aftur!

Rakel (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 08:46

2 identicon

Já, ég held að verði aldrei neitt annað en hvítur, ég kannski næ að slefa í antikhvítan þegar ég er búinn með ljósakortið 

Daníel (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:34

3 identicon

Þú lærir ALDREI drengur.....æ já nei þú ert bara krakkaskítur ennþá híhí

kv

Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.