Er tilgangur lífsins að vera kynþokkafullur?

Ég hef verið að velta kynþokkanum fyrir mér eftir að ég las um að dúkklísudrengjabandið Lúxor ætlaði sko ekki að gera út á kynþokkann.  Það er góð stefna hjá þeim, ég er reyndar ekki viss um hvort þeir gætu það, en mér líkar samt við þetta plan þeirra.  Ef maður er svo lukkulegur að lenda á tónlistarmyndbandi þegar maður er að flakka um sjónvarpsheimana þá eru meiri líkur en ekki, að myndbandið sýni hálfnaktar dömur dillandi á sér júllunum og afturendanum út um allt.  Ekki það að mér leiðist kvenfólk en mér finnst þessi myndbönd vera orðin svo leiðinleg að það hálfa væri hellingur, þau eru öll eins.

En hvað um það, hvað er annars karlmannlegur kynþokki?  Er það stæltur líkami, hökuskarð, kúlurass, stór kinnbein, rautt hár og freknur??  Er það kannski að vera góður golfari, pönkrokk söngvari í rifnum gallabuxum, að vera leikari sem kemur fram nakinn a.m.k. einu sinni í hverju hlutverki, stæltur sundlaugavörður, gítarleikari með skítugt sítt hár, ruslakarl ... eða er það kannski blanda af öllu ofantöldu?  Eða kannski ekki. Woundering  Ég held að það sé mjög erfitt að greina þokkann sem gerir hitt kynið villt og tryllt, en ef þið eruð með lausnina endilega látið mig vita.

Ég tel mig ekki vaða í kynþokka.  Ef svo kynni fara að ég myndi reyna að koma mér á framfæri í tónlistargeiranum og gefa út geisladisk og ætlaði að beita kynþokkanum þá til að öðlast vinsælda, þá þyrfti ég líklega að koma fram í myrkri.  LoL

Góðar stundir

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.