Það er byrjað að setja upp jólaljósin í Sódómu og einhver vitleysingur í Vestmannaeyjum, sem er vonandi ekki frændi minn, er búinn að troða aðventuljósum í gluggana hjá sér og það gerði hann í lok október. Jólin byrjuðu líka í Ikea í lok október og þeim fjölgar alltaf og fjölgar jólaauglýsingunum í imbanum og raddkassanum.
Er þetta ekki svolítið snemmt?? Mér finnst það, mér finnst að það eigi að bíða með allar jólaauglýsingar, jólaskreytingar og jólalög þangað til í síðustu vikunni í nóvember. Þegar jólaauglýsingaflóðið nær hámarki sé ég fram á að þurfa að éta heilaslævandi eða jafnvel hægðarlosandi töflur til að þurfa ekki að lenda í þessu syndaflóði. Miðað við hve þetta byrjar snemma í ár þá sé ég fram á að vera löngu kominn leið á jólunum fyrir desember!!
Ef fram heldur sem horfir munu jólaskreytingarnar varla komast niður áður en þær verða settar upp í febrúar!!
Góðar stundir
Jólaljósin sett upp í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já það er sko alldeilis rétt. ég bý í París núna og verð hér út árið, það eru ekki komin jólaljós hér, það verður kveikt á þeim ekki fyrr og ekki seinna en sunnudaginn 2.desember sem er það eina rétta. Á nokkrum stöðum er búið að setja upp ljósin, en ekki kveikja! Jólin eru í desember ekki október og nóvember!
Brynja Huld (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.