Er tilgangur lífsins að vera athyglissjúkur?

Ég veit ekki, ég kannast ekki við að þjást af því... að miklu leyti... eða... já, nei ég kannast ekki mikið við það.  Whistling   Ég hljóp reyndar eftir einni samverkakonu minni sem var að taka myndir í dag og náði að troða mér inn á eins og ca. 10 myndir, en ég er samt ekki athyglissjúkur. 

Ég er með þá kenningu að það sé til tvennskonar athyglissýki.  Það er týpan sem hoppar um eins og hálfviti og liggur við argar “Horfið á mig, horfið á mig” og þetta er týpan sem getur gjörsamlega drepið mann úr leiðindum.  Svo er það týpan sem er í leikfélaginu, að syngja hér og þar, alltaf að koma fram fyrir framan fólk, það er bara hið besta mál.  Sum af mínum áhugamálum, eins og leiklist, söngur og gítarglamur, eru reyndar að færa mér ómælda athygli.  Satt að segja þá er fátt sem jafnast við kikkið sem maður fær við að standa á sviði og leika, en mér finnst ég samt ekkert vera athyglissjúkur.  Þess vegna hef ég jú byrjað að blogga, til þess að fá minni athygli. Grin

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband