Ég er einn heima. Ég er búinn að vera með matarkvíða í rúma viku því eftir að ég byrjaði í sambúð þá hef ég misst allt sjálfstraust í eldhúsinu. Það er varla að ég get skammtað mér sjálfur þegar búið er að elda matinn.
Minn staður er bara ekki í eldhúsinu, en ef ég kemst í þvottahúsið þá er ég í S-inu mínu. Ég get bara ekkert gert að því að ég búi með konu sem getur ekki eldað vondan mat. Ég náði að peppa mig upp í það að í kvöld, að skella einum pakka af fiskibollum á pönnu með brúnni sósu frá því í gær og hita upp hrísgrjón. Grjónin voru heit, fiskibollurnar semi heitar og sósan frá því í gær var eiginlega ekki eins og sósa, heldur eins hlaup sem lent hefur í þeytara í nokkrar sekúndur. Ekki mjög fallegt en bragðið var alveg mjög fínt.
Ég hef svolitlar áhyggjur af morgundeginum, hvað á maður eiginlega að éta? Spurning um að éta það sama og hundurinn eða panta bara pizzu.
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.