Er tilgangur lífsins að hringja í Reykjavík síðdegis og væla yfir ómerkilegum hlutum?

Ég átti svona ó mæ god Shocking stund í dag.  Þegar ég var búinn að hjakkast á hlaupabrettinu í 6 km. þá tóku við alls konar æfingar og Reykjavík síðdegis var gaulandi í útvarpinu í ræktinni.  Það sem fólk nennir að tuða yfir þessa dagana, og til að toppa allt saman, hringja í útvarpið og tuða. 

Það hringdi stúlkukind inn í þáttinn og kvartaði yfir því að kennarinn hennar í framhaldsskólanum á Króknum hefði ekki mætt í tíma.  Síðan hvenær hafa nemendur kvartað yfir því að fá frí í tímum??  Ég var á Króknum í fjögur ár og ekki man ég eftir því að hafa tuðað yfir því að fá frí í tíma.  Þetta er auðvitað bull.

Einn gaur hringdi og tuðaði yfir löggunni, annar hringdi og tuðaði yfir því að liðsmenn Reykjavík síðdegis væru alltaf að verja lögguna.  zzzZZZzzzzZZ.. hafið þið ekkert merkilegra að segja?  Leyfið löggunni að vinna sín störf.

Að lokum bjallaði gaur sem hafði verið á rauðu ljósi í borginni einhvers staðar og konan í bílnum fyrir framan hann setti upp allt heila andlitið á ljósunum.  Fyrir ykkur sem ekki skiljið þá var daman að henda framan í sig púðri, maskara og ég veit ekki hverju.  Ég veit að þið dömurnar eruð fjölhæfar en er ekki spurning um að henda kópal málningunni framan í sig áður eða eftir bílferðina?   

Ó mæ god!!! Pinch
Ég hefði kannski átt að hringja inn og kvarta yfir því að hundurinn minn veki mig alltaf klukkan 06:58 sama hvaða dagur er og taki alls ekkert tillit til mín ef ég hef verið á djamminu langt fram á nótt... bull!! 

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband