Mig hefur langað í hund frá því ég var smá patti og sá draumur varð að veruleika fyrir stuttu. Móses heitir kappinn og er rétt tæplega þriggja mánaða American cocker spaniel, og hann er alveg æðislegur.
Ég hef ekki ennþá eignast barn, er reyndar með tvö á rekstrarleigu sem kærastan á frá fyrra sambandi, en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað. Ég er búinn að vera þrífandi kúk og piss og hef svæft litla skinnið á hverju kvöldi síðan hann kom til okkar. Móses sefur í bæli við hliðina á rúminu okkar og ligg ég með höndina lafandi niður til í bælið hjá honum og strýk hann þangað til hann dettur inn í draumalandið.
Hann tók sig svo til í fyrri nótt og vakti mig og fórum við félagarnir út kl. 05:22 og kúkuðum og pissuðum. Ég var mjög ánægður yfir því að hann skildi vekja mig en mér fannst þetta nú samt heldur snemmt. Ég reyndi að koma honum í skilning um það að þetta væri svona heldur snemmt fyrir mig og ég held bara að hann hafi náð því... hann er greinilega jafn gáfaður og pabbi sinn.
Maður er sem sagt farinn í hundana! Icelandic cocker Daníel out!
Góðar stundir
Flokkur: Bloggar | 8.8.2007 | 15:20 (breytt kl. 15:25) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.