Er tilgangur lífsins að drekka kaffi?

Það er ekkert eins upplífgandi og góður kaffisopi í morgunsárið.  Get nú ekki sagt að ég fái eðalkaffi í vinnunni en heima hjá mér er kaffivél.  Það verður bara að segjast eins og er að það er algjör snilld að eiga svoleiðis.  Hún kostaði sitt en það er hægt að kreista úr henni alveg svakalega gott kaffi og ég er alveg viss um það að hún borgar sig upp fyrir rest, því maður var í því að hella niður heilu og hálfu uppáhellingunum. 

En mér fannst þetta frekar skemmtileg frétt þetta með kaffidrykkjuna og þar sem ég er töluvert yngri en sambýlingurinn minn þá ætla ég að lauma þessum fróðleiksmola að henni að kaffidrykkja geti hægt á elliglöpum meðal kvenna  Grin    Ætli ég fái eitthvað að borða í kvöld?? Crying

Góðar stundir


mbl.is Kaffidrykkja við elliglöpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki orða bundist núna Daníel EKKI nógu gott kaffi í vinnuni haEr ávallt búinn að leggja sál mín og hjarta í fyrstu upp á hellingu morgunsins. Svo allir geti fengið að njóta fyrsta kaffi bollans. Þú ættir að skammast þín að vera bauna á Jónu með elliglöpin . Vonadi verðu þér refsað ógurleggggggga þú sem lifir í bómul

kveðja Ægir Kaffi Meiker

Ægir Eðvarðsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband