Er tilgangur lífsins að blaka?

Vá maður í dag er 1. mars, síðast þegar ég bloggaði var 1. febrúar og Púllararnir voru að standa sig vel, nýbúnir að vinna Chel$ea.  Það er annað í dag, tap á móti Boro nú um helgina virðist hafa gert endanlega út um titilbaráttuna.  Það er sem sagt mikið búið að gerast á þessum heila mánuði, en þar sem ég er svo sybbinn þá man ég ekki eftir neinu sem gerðist fyrir síðasta miðvikudag.

Núna um helgina flykktust blakmenn og konur hingað í fjörðinn og tóku þátt í hinu árlega Siglómóti okkar Hyrnumanna og Súlumeyja.  Ég ætla ekki að ræða mikið gengi okkar manna enda var það í frjálsu falli eins og krónan.  Við tókum okkur samt saman í andlitinu og djömmuðum mest um kvöldið og stóðum því uppi sem sigurvegarar í samanlögðu.  Ég gerði mér lítið fyrir og reif mig upp á rasshárunum kl. 05:00 á laugardagsmorguninn og keyrði heim á Sigló til að taka þátt í mótinu en við fjölskyldan skelltum okkur til Sódómu á fimmtudaginn til að styðja við bakið á Grísalöppu sem tók þátt í Ungfrú Reykjavík.  Ég er ekki frá því að það eigi að kæra þessi úrslit því dömurnar í öðru og þriðja sæti voru nú ekki neinar vínarbrauðslengjur þrátt fyrir að vera huggulegar.

Heilastarfsemin hefur ekki komist í gang í dag vegna þreytu og ég sé ekki fram á að það gerist fyrr en á þriðjudaginn, þangað til…

Góðar stundir

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.