Er tilgangur lífsins að hugsa?

Ég og Móses skelltum okkur í göngu eftir frækilegan sigur Liverpool á Chel$ea í kvöld, ég varð bara að fara út til að ná mér niður.  Leikurinn tók svo á að ég var búinn að naga táneglurnar upp í nára. 

Það er ekki mikið sem maður gerir einn í göngutúrum, ég dunda mér við að glápa inn um glugga bæjarbúa eða hugsa um lífið og tilveruna.  Er göngutúrinn hafði rétt slitið barnaskónum var huganum gefið frjálsræði til að reika þangað sem hann vildi, áður en ég vissi af þá var hann kominn með mig á dolluna, þ.e.a.s. náðhúsið, salernið, klósettið, kamarinn… þið vitið.  Ekki það að ég hafi þurft að gera númer eitt eða tvö… þetta virðist  mér bara eitthvað svo hugleikið.  Smile

“Ég elska að kúka í vinnunni” sagði hugurinn mér, og hélt áfram, “Það er svo gott að sitja einn með sjálfum sér, hlusta bæði á stuttar og langar prump-sinfóníur sem geta verið mjög skemmtilegar og hljómmiklar, loka augunum og ímynda sér að maður sé áhorfandi á dýfingarkeppni þegar maður heyrir “blúbs-ið" óma, hugsa um lífið....  og allt þetta á launum.” 

Ég ákvað að hugsa ekki meira það sem eftirlifði göngutúrsins.

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahhahahahahahahhha...

hensi... (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:20

2 identicon

JA HÉRNA  maður þarf að fara fara út með tíkina segi ekki annað

anna (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:41

3 identicon

Ég hefði sko þurft að senda minn mann út í göngutúr í hálfleik :) æsingurinn var svo mikill.... :)

Kidda (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband